LEYFIS- OG ÞJÓNUSTUSAMNINGUR
Takk fyrir að velja NortonLifeLock!
Skilmálar leyfis- og þjónustusamningsins („leyfissamningur“) gilda um réttindi þín og skyldur fyrir því að þú getir notað þjónustu okkar.
Leyfissamningurinn er samningur á milli þín sem staks notanda sem mun nýta sér þjónustu okkar (vísað til hér að neðan sem „þú“ eða „þinn“) og NortonLifeLock Ireland Limited, sem er með aðalstöðvar sínar í Ballycoolin Business Park, Blanchardstown, Dublin 15, Ireland, með skráningarnúmer fyrirtækis 159355 og VSK-númer IE6557355A (vísað til hér að neðan sem „NortonLifeLock“, „við“, „okkur“ eða „okkar“).
Vinsamlegast lestu alla skilmála og skilyrði leyfissamningsins vandlega áður en þú notar þjónustu okkar. Þeir innihalda mikilvægar upplýsingar um réttindi þín og skyldur.
Ef þú smellir á „Ég samþykki“ eða gefur á annan rafrænan hátt samþykki þitt í skyn samþykkir þú skilmála og skilyrði leyfissamningsins.
Ef þú samþykkir ekki skilmála og skilyrði leyfissamningsins: (i) ekki sækja, setja upp, fara í eða nota þjónustu okkar og (ii) hafðu samband við veitanda þinn eða NortonLifeLock Member Services & Support.
Ef þú hefur samþykkt margar útgáfur af leyfissamningi fyrir þjónustu er nýjasta útgáfan sem þú samþykkir leyfissamningurinn á milli þín og okkar og hefur forgang fram yfir og kemur í stað allra fyrri útgáfa.
Leyfis- og þjónustusamningsins ná yfir:
- Skilgreiningar
- Almennir þjónustuskilmálar
- Skilmálar hugbúnaðarleyfis
- Ákveðnir þjónustusértækir skilmálar
- Lagalegir skilmálar
ÁKVÆÐI 1 – SKILGREININGAR
Beta-eiginleikar: þýðir nýir og/eða uppfærðir eiginleikar sem eru ennþá í prófun. Þessir eiginleikar kunna að vera eiginleikar sem eru ekki enn fullvirkir eða hefur ekki verið lokið.
Fylgiskjöl: þýðir öll skjöl og upplýsingar frá NortonLifeLock sem fylgja eða eru fáanleg í tengslum við þjónustuna og/eða hugbúnaðinn (þar með talið en takmarkast ekki við, allar upplýsingar um umbúðir eða kaup, áskrift eða endurnýjun, eins og kvittun eða staðfestingarpóst fyrir kaup, áskrift eða endurnýjun).
Hugbúnaður: þýðir sérhver hugbúnaður NortonLifeLock, þar með talið allar útgáfur, endurskoðanir, uppfærslur eða endurbætur á hugbúnaðinum.
Hugverkaréttindi: þýðir einkaleyfisréttur (þar með talið en takmarkast ekki við, umsóknir um einkaleyfi og birtingar), uppfinningar, höfundarréttur, viðskiptaleyndarmál, sæmdarréttur, sérþekking, gagna- og gagnagrunnsréttindi, og sérhver önnur hugverkaréttindi sem eru viðurkennd í öðrum löndum eða lögsögum í heiminum.
Innsendingar: þýðir sérhver endurgjöf og/eða umsagnir, tillögur, athugasemdir eða hugmyndir sem tengjast þjónustunni sem þú sendir til NortonLifeLock.
Leyfisamningur: þýðir þessi Leyfis- og þjónustusamningur.
Ókeypis prufa: Þjónusta í boði á grundvelli prufu, í takmarkaðan tíma eða ekki.
Tæki: þýðir tölva, fartölva, snjallsími eða spjaldtölva.
Veitandi: þýðir sérhver heimilaður endurseljandi NortonLifeLock eða þjónustuveitandi í upplýsingatækni.
Þjónusta: þýðir sérhvert áskriftartilboð á hugbúnaði NortonLifeLock sem þjónustu (SaaS) ásamt einhverjum tengdum eiginleikum eða þjónustu, ásamt allar einsskiptis þjónustur eða vörur NortonLifeLock.
Þjónusturéttindi: merkir fjölda og gerð tækja sem leyft er að nota hugbúnaðinn, eins og tilgreint er í fylgiskjölum.
Þjónustutímabil: þýðir lengd þjónustunnar.
ÁKVÆÐI 2 – ALMENNIR ÞJÓNUSTUSKILMÁLAR
- Notkun á þjónustu.
- Þjónustutímabil.
- Afpöntun á þjónustu.
- Uppfærslur á efni.
- Eiginleikar eða efni þriðja aðila.
- Ókeypis prufur.
- Beta-eiginleikar.
- Endurgjöf og umsagnir.
- Breytingar á þjónustunni.
- Notkun á þjónustu í gegnum net.
- Notkun á þjónustu.
- Stofnun og viðhald á reikningi. Þú kannt að þurfa reikning til að fara í og nota þjónustuna. Það er mikilvægt að þú veitir okkur nákvæmar, fullar og núverandi reikningsupplýsingar (þ.m.t. gilt netfang) og haldir þessum upplýsingum uppfærðum. Ef þú gerir það ekki gætum við þurft að loka eða segja upp reikningnum og við gætum ekki náð til þín með mikilvægar tilkynningar um þjónustuna. Reikningurinn þinn er persónulegur og eingöngu ætlaður til að þú stjórnir þjónustu þinni (eða, ef þjónusta heimilar, þjónustu heimilisfólks þíns) og hann er ekki til notkunar annars þriðja aðila í neinum tilgangi. Þú mátt ekki selja, flytja eða leyfa öðrum að nota reikningsskilríki þín.
- Nákvæmni upplýsinga þinna og fjölskyldu þinnar. Sumar þjónustur kunna að heimila þér að skrá tæki fjölskyldumeðlima til að nota þjónustuna. Í slíkum tilfellum samþykkir þú að þær upplýsingar sem þú veitir okkur um þig eða heimilismeðlimi eru sannar og réttar og að þú hefur heimild til að veita okkur þessar upplýsingar og til að fylgjast með reikningum þeirra fyrir þeirra hönd. Þú samþykkir ennfremur að tilkynna fjölskyldumeðlimum skilmála þessa leyfissamnings og fá þá til að hlíta honum.
- Óheimill aðgangur að reikningnum þínum. Þú berð alfarið ábyrgð á því að tryggja að þú haldir notendanafni þínu og aðgangsorði öruggu. Deildu þessum upplýsingum ekki með öðrum og tilkynntu okkur þegar í stað um alla óheimila notkun. Þú berð ábyrgð á allri virkni sem gerist undir þínum reikningi.
- Hugbúnaður. Til að fá aðgang að og nota tilteknar þjónustu gætirðu þurft að hlaða niður og setja upp ákveðinn hugbúnað á skráð tæki. Sjá ákvæði 3 – „Skilmálar hugbúnaðarleyfis“ í leyfissamningnum vegna skilmála og skilyrða sem eiga við um notkun á slíkum hugbúnaði.
- Ákveðnir þjónustusértækir skilmálar. Eftirfarandi þjónusta er háð viðbótarskilmálum og skilyrðum sem sett eru fram í ákvæði 4 - „Sérstakir þjónustusértækir skilmálar“ í leyfissamningnum: (i) Skýjaafritun; (ii) Eftirlit Með Huldunetinu Knúið af LifeLock; (iii) Norton Family og foreldrastýringar, (iv) Norton Password Manager, (v) Norton Safe Search og Norton Safe Web, (vi) Norton Secure VPN, (vii) Netbankavörn og (viii) Tækniaðstoð (þar með talið Norton Virus Protection Promise). Ef einhver ágreiningur eða ósamræmi er á milli ákvæðis 2 – „Almennir þjónustuskilmálar“ og ákvæðis 4, skulu skilmálar í ákvæði 4 – „Ákveðnir þjónustusértækir skilmálar“ gilda og eiga við.
- Takmarkanir. Með tilliti til notkunar á þjónustunni mátt þú ekki, né mátt þú heimila einhverjum öðrum einstaklingi að:
- nota þjónustuna í neins konar ólöglegum eða sviksamlegum tilgangi, þar með talið en takmarkast ekki við, tengjaskönnun, sendingu á ruslpósti, skönnun á opnum rásum eða opnum staðgenglum, sendingu á óumbeðnum tölvupósti eða neins konar útgáfu eða gerðar tölvupósts í miklu magni jafnvel þegar tölvupóstinum er beint í gegnum miðlara þriðja aðila, neins konar sprettiglugga, notkun stolinna kreditkorta, kreditkortasvik, fjársvik, rafmyntarsvik, hylming, kúgun, fjárkúgun, mannrán, nauðgun, morð, sala á stolnum kreditkortum, sala á stolnum vörum, tilboð eða sala á bönnuðum eða hernaðarlegum vörum og vörum með tvíþætt notagildi, tilboð eða sala á takmörkunarskyldum efnum, persónuþjófnaður, aðgangsbrot, veftál, hremming í hvaða mynd eða stærðargráðu sem er, stafrænn þjófnaður, brot á hugverkarétti og önnur svipuð starfsemi; eða að áreita, elta, hóta, skaða, eða hafa eftirlit með öðrum eða að hagnast á börnum á nokkurn hátt, þar með talið með hljóðefni, myndefni, ljósmyndum, stafrænu efni, o.s.frv.;
- nota þjónustuna í viðskiptatilgangi;
- nema kveðið sé á um annað í leyfissamningnum eða skjölunum, þá er óheimilt að fá aðgang að þjónustunum, nota þær eða deila með fjölskyldumeðlimum, einstaklingum utan fjölskyldu eða öðrum einstaklingum sem ekki búa hjá þér;
- deila neinum gögnum eða öðru efni með óeðlilega miklum fjölda einstaklinga, þar með talið en takmarkast ekki við að senda magnskilaboð til mikils fjölda viðtakenda eða deila efni með einstaklingum sem þú þekkir ekki eða þekkja þig ekki;
- flytja, framselja leyfi, leigja, leigja út og/eða lána rétt þinn til að nota þjónustuna;
- veita, bjóða, eða gera þjónustuna aðgengilega sem hluta kerfisstjórnunar, skiptileigu, þjónustuveitu eða þjónustusamnings;
- senda eða geyma efni sem kann að brjóta í bága við hugverkarétt eða önnur réttindi þriðja aðila eða sem er ólöglegt, leiðir til tjóns, er ærumeiðandi, niðrandi eða gengur á friðhelgi annarra;
- senda hvers kyns efni sem inniheldur hugbúnaðarvírusa eða annan skaðlegan tölvukóða, skrár eða forrit eins og trójuhesta, orma eða tímasprengjur;
- ráðast á, eiga við, beita miðlunarsynjun á nokkurn hátt eða formi á nokkurt annað net, tölvu eða hnúts í gegnum þjónustuna;
- reyna að fá óheimilan aðgang að neinni þjónustu, eða reikningum annarra notenda eða tölvukerfa eða neta sem tengjast þjónustunni; eða tengja framhjá þeim ráðstöfunum sem við notum til að hindra eða takmarka aðgang að þjónustunni;
- eiga við eða trufla netþjóna eða net tengd einhverri þjónustu;
- nota þjónustuna í hvaða hernaðarlegum tilgangi sem er, þar á meðal hernaður á netinu, þróun vopna, hönnun og framleiðsla á eldflaugum, kjarnorku-, efna- eða sýklavopnum;
- nota þjónustuna á neinn hátt sem er ekki leyfður samkvæmt leyfissamningnum.
- Skuldbindingar. Hvað varðar notkun þjónustunnar eru skyldur þínar sem hér segir:
- Aðgangur þinn að þjónustunni er eingöngu til þinna eigin nota eða heimilisnota;
- Þú samþykkir að nota þjónustuna í samræmi við leyfissamninginn og öll viðeigandi lög og reglugerðir;
- Þú verður að fylgja öllum tæknilegum takmörkunum á þjónustunni og/eða hugbúnaðinum.
- Þjónustutímabil. Þjónustutíminn verður eins og tilgreint er í fylgiskjölum eða viðeigandi viðskiptaskjölum frá veitandanum sem þú fékkst þjónustuna frá.
- Gildistökudagur. Hann skal hefjast á (a) dagsetningu fyrstu uppsetningar á hugbúnaðinum eða notkun þjónustunnar; eða (b) dagsetningunni þegar þú samþykktir þennan leyfissamning; eða (c) ef þú keyptir þjónustuna í netverslun NortonLifeLock, dagsetningunni þegar þú gekkst frá kaupunum; eða (d) ef þú fékkst rétt til að nota þjónustuna frá veitanda, dagsetningunni sem ákveðin er af slíkum veitanda eftir því sem við á, óháð því hvor dagsetningin er á undan.
- Tímalengd. Ef þú ert með áskrift í ákveðinn tíma mun þjónustunni ljúka sjálfkrafa í lok þjónustutímabilsins. Ef þú ert með áskrift sem endurnýjast sjálfvirkt mun þjónustutímabilið endurnýjast sjálfkrafa í tiltekinn skilgreindan tíma á endurnýjunardögum og halda því áfram í óákveðinn tíma. Ef þú ert með einsskiptis þjónustu eða vöru, mun þjónustutímabilið endast eins og tilgreint er í fylgiskjalinu, eða viðeigandi fylgiskjölum frá veitandanum sem þú fékkst þjónustuna frá.
- Sjálfvirk endurnýjun. Aðgangur þinn að þjónustunni kann að endurnýjast sjálfkrafa ef þú gerðist áskrifandi að sjálfvirkri endurnýjun áskriftar.
- Afpöntun á þjónustu. Vinsamlegat lestu Afpöntunar- og endurgreiðslustefnu NortonLifeLock vegna upplýsinga um hvernig skuli afpanta og fá endurgreiðslu, ef við á. Óháð lögbundnum réttindum, svo sem réttindum til úrsagnar, getur tiltekin þjónusta falið í sér endurgreiðsluábyrgð ef þú ert ekki ánægð/ur af einhverjum ástæðum. Hins vegar, ef þú fékkst rétt til að nota þjónustuna í gegnum veitanda, og þú vilt hætta við, verður þú að gera það beint hjá viðkomandi veitanda samkvæmt fyrirmælum þess veitanda. Í slíkum tilfellum átt þú hugsanlega ekki rétt á endurgreiðslu frá okkur af neinu gjaldi sem þú hefur greitt til veitanda.
- Uppfærslur á efni. Ákveðnar þjónustur nota efni sem er uppfært af og til, eins og skilgreiningar á veirum; skilgreiningar á njósnabúnaði; ruslpóstreglur; listar yfir vefslóðir; eldveggsreglur; gögn um veilur, og uppfærðir listar yfir heimilaðar vefsíður; þessar uppfærslur eru saman kallaðar „efnisuppfærslur“. Í slíkum tilvikum muntu hafa aðgang að viðeigandi efnisuppfærslum á þjónustunni á meðan á þjónustutímabilinu stendur.
- Eiginleikar eða efni þriðja aðila. Þjónustan kann að fela í sér eiginleika og virkni þriðja aðila eða gera þér kleift að nálgast efni á vefsvæði þriðja aðila. Slíkir eiginleikar, virkni eða efni kann að vera háð þjónustuskilmálum og persónuverndarstefnu þriðja aðila. Þú viðurkennir alla ábyrgð á og tekur á þig alla áhættu sem stafar af notkun þinni á efni þriðja aðila.
- Ókeypis prufur. Ef við bjóðum upp á ókeypis prufuáskrift, verða sértæku skilmálarnir sem eiga við um ókeypis prufuáskriftina veittir við skráningu og/eða í kynningarefni sem lýsir ókeypis prufuáskriftinni. Notkun þín á ókeypis prufu er háð því að þú uppfyllir slíka sérstaka skilmála.
- Beta-eiginleikar. Við kunnum að innifela Beta-eiginleika í þeirri þjónustu sem þú notar og sem gerir þér kleift að veita endurgjöf. Notkun þín á Beta-eiginleikum gæti fallið undir greiðslu gjalds. Þú skilur og samþykkir að notkun þín á Beta-eiginleikunum er valfrjáls og að okkur ber ekki skylda til að veita þér neina Beta-eiginleika.
- Endurgjöf og umsagnir. Fyrir allar innsendingar veitir þú að því hámarki sem viðeigandi lög veita NortonLifeLock og hlutdeildarfélögum þess leyfi til að nota, endurskapa, afrita og þýða innsendingu þína á heimsvísu, fyrir verndartímabil innsendinga af hugverkaréttindum í hvaða mynd sem er og á hvaða miðli sem er án neinna takmarkana á nokkurn hátt sem NortonLifeLock þykir henta. Engin greiðsla verður gerð með tilliti til notkunar á innsendingu þinni. NortonLifeLock er ekki skylt að birta eða nota neina innsendingu sem þú kannt að veita og NortonLifeLock er heimilt að fjarlægja hvaða innsendingu sem er hvenær sem er, einkum ef hún brýtur í bága við skilmála sem hér eru. Með því að leggja fram afhendingu, staðfestir þú og ábyrgist að þú eigir eða á annan hátt stjórnir öllum réttindum til framlagningar þinnar sem eru nauðsynleg fyrir þig til að veita það, þ.m.t. hugverkaréttindi. Þú samþykkir að: (i) allt efni innsendinga verður að vera rétt; (ii) þú munt ekki veita innsendingu sem þú veist að er ósönn, ónákvæm eða villandi og/eða gæti talist vera ærumeiðandi, niðrandi, hatursfull, móðgandi, ólöglega ógnandi eða áreitandi fyrir neinn; (iii) þú munt ekki veita innsendingu sem brýtur á hugverkaréttindum þriðja aðila eða neinum eignarrétti eða rétti til kynningar eða persónuverndar; (iv) þú munt ekki veita innsendingu sem brýtur nein viðeigandi lög, lagabálkur, opinber tilskipun eða réttindi; v) þú munt ekki veita innsendingu sem þú fékkst greiðslu fyrir eða varst veitt endurgjald fyrir af þriðja aðila; (vi) þú skalt ekki veita neina innsendingu sem inniheldur upplýsingar sem vísa á önnur vefsvæði, heimilisföng, netföng, tengiliðaupplýsingar, símanúmer, eða aðrar persónugreinanlegar upplýsingar um neinn; og (vii) þú munt ekki veita innsendingu sem inniheldur nein tölvuforrit eða skrár sem geta hugsanlega valdið skemmdum.
- Breytingar á þjónustunni. Við kunnum að breyta eða hætta þjónustunni, að hluta eða öllu leyti, hvenær sem er, með eða án fyrirvara til þín á þann hátt sem telst viðunandi. Við munum tilkynna þér um breytingar á þjónustunni með tilkynningu í tölvupósti á nýjasta netfangið sem við höfum fyrir þig. Þú munt teljast hafa samþykkt breytta þjónustu, nema þú mótmælir breytingunum innan fjórtán (14) daga frá þeirri tilkynningu, að því tilskildu að við munum gera þér grein fyrir þessari afleiðingu af skorti á andmælum í tilkynningunni. Við áskiljum okkur rétt til að segja leyfissamningnum upp með fjórtán (14) daga uppsagnarfresti (eða skemur) ef þú hefur mótmælt breytingu á þjónustunni og að því tilskildu að við getum ekki veitt þér óbreytta þjónustu. Við áskiljum okkur einnig rétt til að skilgreina hæfisskilyrði fyrir þjónustuna og gera breytingar á þeim forsendum hvenær sem er.
- Notkun á þjónustu í gegnum net. Þú getur notað þjónustu yfir net, að því tilskildu að þjónusturéttindi þín leyfi þér að fá aðgang að eða nota þjónustuna í fleiri en einu tæki og að því tilskildu að hvert tæki sem nálgast þjónustuna eða noti það sé frá einu heimili.
ÁKVÆÐI 3 – LEYFISSKILMÁLAR HUGBÚNAÐAR
Ef notkun þín á þjónustunni krefst þess að þú sækir, setjir upp, farir í eða notir hugbúnaðinn í tæki, munu þessir leyfisskilmálar hugbúnaðar einnig eiga við um notkun þína á þjónustunni.
- Við eigum hugbúnaðinn.
- Leyfisveiting.
- Takmarkanir.
- Stakt leyfi; aðeins eitt geymslu- eða öryggisafrit heimilað.
- Uppsetning á hugbúnaði.
- Sjálfvirkar uppfærslur á efni.
- Komið í veg fyrir ólöglega notkun á hugbúnaðinum.
- Kröfur Apple.
- Uppsögn.
- Við eigum hugbúnaðinn. Hugbúnaðurinn og öll fylgiskjöl eru í eigu NortonLifeLock eða leyfisveitenda þess og eru vernduð af höfundarréttarlögum. Þar með talið eru öll hugverkaréttindi í og til hugbúnaðarins og fylgiskjöl. Sérhver hugbúnaður sem NortonLifeLock veitir þér er leyfður, ekki seldur til þín, og NortonLifeLock áskilur sér allan rétt á hugbúnaðinum og fylgiskjölum sem eru ekki sérstaklega veitt í leyfissamningnum.
- Leyfisveiting. Svo framarlega sem þú fylgir skilmálum og skilyrðum leyfissamningsins veitir NortonLifeLock þér í því umdæmi eða landssvæði þar sem þú eignaðist hugbúnaðinn almennt óframseljanlegt skilmálatakmarkað leyfi til að sækja og setja upp afrit af hugbúnaðinum í tækinu sem þú átt eða stjórnar eins og tilgreint er í þjónusturéttinum þínum eða viðeigandi viðskiptaskjölum frá veitandanum sem þú fékkst þjónustuna hjá og til að keyra slíkt afrit af hugbúnaðinum eingöngu í þeim tilgangi að fá aðgang að og nota þjónustuna til eigin notkunar sem er ekki í viðskiptalegum tilgangi á þjónustutímabilinu.
- Takmarkanir. Þú mátt ekki, né mátt þú heimila einhverjum öðrum einstaklingi að:
i. afrita (að öðru leyti en í öryggisafriti eða geymslutilgangi eins og heimilað er hér að neðan), breyta eða búa til afleidd verk byggð á hugbúnaðinum;
ii. dreifa, flytja, framselja leyfi, framleigja, lána eða leigja rétt þinn til að nota hugbúnaðinn til þriðja aðila;
iii. vendismíða, bakþýða eða sundurhluta hugbúnaðinn, eða gera neina gera neina tilraun til að komast yfir upprunakóðann, nema og aðeins að því marki sem viðeigandi lög segja skýrt til um;
iv. gera virkni hugbúnaðarins tiltækan þriðju aðilum;
v. nota hugbúnaðinn á neinn hátt sem er ekki leyfður samkvæmt leyfissamningnum. - Stakt leyfi; aðeins eitt geymslu- eða öryggisafrit heimilað. Leyfissamningurinn gerir þér kleift að setja upp aðeins eitt afrit af hugbúnaðinum til notkunar á einu tæki, nema þjónusturéttindi þín eða viðeigandi viðskiptaskjöl frá veitandanum sem þú fékkst þjónustuna frá heimili þér skýrt að nota hugbúnaðinn á fleiri en einu tæki. Þú getur aðeins tekið eitt öryggisafrit af hugbúnaðinum eða afrit til geymslu eða afritað hugbúnaðinn á harðan disk tækisins þíns og haldið eftir upprunalegu eintaki til öryggis eða geymslu.
- Uppsetning á hugbúnaði. Í uppsetningarferlinu kann hugbúnaðurinn að fjarlægja eða gera óvirkar aðrar svipaðar öryggislausnir/-þjónustu eða eiginleika slíkra lausna/þjónustu, séu slíkar lausnir/þjónusta eða eiginleikar ósamhæfir hugbúnaðinum eða í þeim tilgangi að bæta heildarvirkni hugbúnaðarins.
- Sjálfvirkar uppfærslur á efni. Ekki verður boðið upp á allar útgáfur, endurskoðanir, uppfærslur, endurbætur eða eiginleika á öllum verkvöngum. Þú skalt hafa rétt til að fá nýja eiginleika og útgáfur af hugbúnaðinum eftir því sem við gerum slíka eiginleika og útgáfur einstaka sinnum aðgengileg á þjónustutímanum. Til að gera hugbúnaðinn sem bestan og til að útvega þér nýjustu útgáfu hugbúnaðarins samþykkir þú að hugbúnaðurinn megi hlaða niður og setja upp nýjar uppfærslur og útgáfur af hugbúnaðinum eftir því sem við gerum þær aðgengilegar. Þú samþykkir að taka á móti og leyfir okkur að afhenda slíkar uppfærslur og útgáfur fyrir tækið þitt.
- Komið í veg fyrir ólöglega notkun á hugbúnaðinum. Tæknilegar ráðstafanir kunna að vera í hugbúnaðinum, sem eru hannaðar til að koma í veg fyrir óleyfilega eða ólöglega notkun á hugbúnaðinum. Þú samþykir að NortonLifeLock kann að nota þessar ráðstafanir til að vernda NortonLifeLock gegn ólöglegri nýtingu hugbúnaðarins (þ.e. hugbúnaðurinn kann að innihalda fullnustutækni sem takmarkar möguleika á að setja upp og fjarlægja hugbúnaðinn í tæki við tiltekinn fjölda skipta fyrir tiltekinn fjölda tækja). Hugbúnaður sem inniheldur slíkar tæknilegar ráðstafanir kann að krefjast virkjunar. Sé svo verður hugbúnaðurinn aðeins virkur í takmarkaðan tíma áður en þú virkjar hugbúnaðinn. Á meðan þú virkjar kann þess að vera krafist að þú gefir upp í gegnum internetið einkvæman virkjunarkóða í formi bók- og tölustafa, sem fylgir hugbúnaðinum og tækisstillingu, til að staðfesta að hugbúnaðurinn sé ósvikinn. Ljúkir þú ekki virkjunarferli innan þess tíma eða eins og hugbúnaðurinn birtir kvaðningu um mun hugbúnaðurinn hætta að virka þar til lokið er við virkjun og þá mun virkni hugbúnaðarins hefjast á ný. Ef þú getur ekki virkjað hugbúnaðinn á meðan á virkjun stendur, geturðu haft samband við þjónustuver NortonLifeLock með þeim upplýsingum sem eru gefnar upp við virkjun eða veitandann þinn ef þú fékkst þjónustuna frá honum.
- Kröfur Apple App Store. Þetta ákvæði á við um allan hugbúnað sem þú kaupir í Apple App Store eða notar á iOS-tæki sem smáforrit. Apple ber engin skylda til að veita neina viðhalds- og stoðþjónustu með tilliti til forritsins. Ef bilun er í hugbúnaðinum í samræmi við viðeigandi ábyrgð geturðu tilkynnt það til Apple og Apple kann að endurgreiða þér kaupverð forritsins (ef við á) og, að því marki sem leyfilegt er samkvæmt gildandi lögum, mun Apple ekki hafa neina aðra ábyrgðaskyldu hvað sem því líður varðandi hugbúnaðinn. Apple er ekki ábyrgt fyrir því að taka á kröfum frá þér eða þriðja aðila varðandi hugbúnaðinn eða eign þína og notkun á henni, þar með talið en takmarkast ekki við: (i) kröfur um vöruábyrgð; (ii) kröfur um að forritið standist ekki viðeigandi lagalegar eða reglugerðarkröfur; og (iii) kröfur sem stafa af neytendavernd eða sambærilegri löggjöf. Apple er ekki ábyrgt fyrir rannsókn, vörn, uppgjöri og uppsögn á kröfum þriðja aðila um að eign þín og notkun hugbúnaðarins brjóti í bága við hugverkarétt þriðja aðila. Apple og dótturfyrirtæki þess eru þriðju aðila rétthafar þessa leyfissamnings og við samþykki þitt á leyfissamningnum mun Apple hafa réttinn (og verður talið hafa samþykkt réttinn) til að framfylgja þessum leyfissamningi gegn þér sem þriðja aðila rétthafi þess. Þú staðfestir og ábyrgist að (a) þú sért ekki staðsett/ur í landi sem fellur undir viðskiptabann bandarískra stjórnvalda, eða sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tilnefnt sem stuðningsríki við hryðjuverkastarfsemi; og (b) þú sért ekki skráð/ur á neinn lista bandarískra stjórnvalda yfir bannaða eða takmarkaða aðila. Þú verður einnig að fylgja öllum viðeigandi þjónustuskilmálum þriðja aðila þegar þú notar hugbúnaðinn.
- Uppsögn. Hugbúnaðurinn kann að hætta virkni sjálfkrafa og verða ónothæfur í lok þjónustutímans og þú munt ekki hafa rétt á að fá nokkrar uppfærslur á eiginleikum eða efni hugbúnaðarins nema þjónustutíminn verði endurnýjaður. Við lok gildistíma eða uppsögn leyfissamningsins, verður þú að hætta notkun og eyðileggja öll þau afrit af hugbúnaðinum og fylgiskjölunum sem þú býrð yfir.
ÁKVÆÐI 4 – ÁKVEÐNIR ÞJÓNUSTUSÉRTÆKIR SKILMÁLAR
Notkun þín á þjónustunni sem er skráð hér að neðan fellur undir ákvæði 2 – „Almennir þjónustuskilmálar“ og þetta ákvæði 4 – „Ákveðnir þjónustusértækir skilmálar“. Ef einhver ágreiningur eða ósamræmi er á milli ákvæðis 2 og ákvæðis 4, skal ákvæði 4 – „Ákveðnir þjónustusértækir skilmálar“ gilda og eiga við.
- Öryggisafrit í skýi.
- Eftirlit Með Huldunetinu Knúið af LifeLock.
- Norton Family og foreldrastýring.
- Norton Password Manager.
- Norton Safe Search og Norton Safe Web.
- Norton Secure VPN.
- Netbankavörn.
- Tækniaðstoð (þar með talið Norton Virus Protection Promise).
- Skýjaafritun. Þjónustan Skýjaafritun gerir þér kleift að geyma og sækja gögnin þín í og úr skýinu meðan á þjónustutímabilinu stendur („öryggisafritun“), samkvæmt því magni öryggisafritunarrýmis á netinu sem fylgir með þjónustunni. Heildarmagn öryggisafritunar sýnir heildarafritun sem er úthlutað fyrir alla þjónustu þína sem inniheldur öryggisafritunina. Þú getur ekki sent eða geymt gögn sem tilheyra öðrum aðila án þess að fá fyrst öll lagaleg leyfi frá eiganda gagnanna vegna flutnings á gögnunum til NortonLifeLock. Aðeins þú berð ábyrgð á notkun þinni á öryggisafritun og gögnum sem send eru í gegnum eða geymd með öryggisafritun, í tengslum við reikninginn. Réttur þinn til að nota öryggisafritun fellur úr gildi að þjónustutímanum liðnum. Í kjölfar þess að þjónustutími rennur út eða honum er lokið:
- Við kunnum að eyða endanlega öllum gögnum sem eru geymd í öryggisafrituninni.
- Okkur ber ekki skylda til að geyma nein gögn, framsenda gögn til þín eða þriðja aðila, eða færa slík gögn yfir á aðra afritunarþjónustu eða reikning.
- Þú munt ekki geta geymt gögnin á neinu öðru svæði fyrir öryggisafritun sem þú kannt að hafa keypt aukalega nema og þar til þjónustutíminn er endurnýjaður.
- Þú berð ábyrgð á því að stjórna gögnunum þínum. Okkur ber ekki skylda til að fylgjast með eða stjórna gögnum fyrir þig.
Að því marki sem gildandi lög heimila áskiljum við okkur rétt til þess að fylgjast með, endurskoða, varðveita eða birta öll gögn eða aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að fara eftir öllum viðeigandi lögum, reglugerðum, málarekstri eða beiðnum frá yfirvöldum, eða til að rannsaka alla misnotkun eða grun um brot af þinni hendi.
- Eftirlit Með Huldunetinu Knúið af LifeLock. Eftirlit Með Huldunetinu Knúið af LifeLock er aðeins tiltækt fyrir íbúa í Þýskalandi eða Bretlandi. Ef við finnum persónuupplýsingar þínar á huldunetinu sendum við þér tilkynningu svo að þú getir gripið til aðgerða. Athugaðu að við getum ekki fjarlægt upplýsingarnar þínar af huldunetinu og við getum ekki tryggt nákvæmni eða heilleika upplýsinganna á huldunetinu.
Netfangið sem er notað til að stofna NortonLifeLock-reikninginn eru sjálfkrafa vaktaðar og það hefst þegar í stað. Ef þú vilt ekki að við vöktum það netfang skaltu breyta netfanginu fyrir reikninginn. Þú getur bætt við viðbótarupplýsingum fyrir eftirlit með því að skrá þig inn á reikninginn þinn. - Norton Family og foreldrastýring. Norton Family og foreldrastýring gera þér kleift að vakta og stjórna netvirkni barna upp að 16 ára aldri. Þú verður að veita upplýsingar um fjölskyldumeðlimi, þar með talið öll ólögráða börn og tæki sem þau nota. Þú berð alfarið ábyrgð á eftirliti með tækjum þeirra og virkni.
- Norton Password Manager. Til að nota Norton Password Manager þarftu að stofna öryggisgeymslu. Öryggisgeymslan krefst eigin aðgangsorðs. Við geymum ekki eða höldum aðgangsorði að öryggisgeymslu þinni svo að ef þú glatar aðgangsorðinu getum við ekki endurheimt það fyrir þig. Það er alfarið á þína ábyrgð að muna og passa upp á aðgangsorðið að öryggisgeymslunni. Síðan geturðu notað öryggisgeymsluna til að geyma innskráningar, aðgangsorð og innskráningarslóðir fyrir önnur svæði sem þú ferð á og notar.
- Norton Safe Search og Norton Safe Web. Norton Safe Search and Norton Safe Web gera þér kleift að leita á internetinu með öruggum hætti. Norton Safe Search kann að vera í boði í gegnum, án þess að það takmarkist við það, leitarstiku Norton eða vafraviðbót. Þú samþykkir að þessi þjónusta hafi aðgang að internetinu hjá þér, tölvupósti og öðru reikningsefni þriðja aðila til að tryggja að þú getir leitað og notað internetið með öryggi.
- Norton Secure VPN. Norton Secure VPN („VPN-þjónusta“) er með nægilega vinnslugetu til að hýsa meðalnotkun sem ekki er í viðskiptalegum tilgangi. Hins vegar geturðu einstaka sinnum, þegar notkun á þjónustunni er einstaklega mikil, upplifað tímabundið hægari VPN-þjónustu eða þjónusturof. Enginn slíkur tímabundinn hægagangur eða þjónusturof skal teljast brot eða vanskil okkar á skuldbindingum okkar. Við áskiljum okkur rétt til að tímabundið loka eða takmarka notkun þína á VPN-þjónustunni ef þú ferð fram yfir þær bandvíddartakmarkanir sem eru á reikningnum þínum eins og tilgreint er í fylgiskjölum eða viðeigandi viðskiptaskjölum frá þeim veitanda sem þú fékkst VPN-þjónustuna hjá. Engin slík tímabundin lokun eða takmörkun á VPN-þjónustu skal teljast brot eða vanskil af hálfu okkar á skuldbindingum okkar.
Við látum ekki viðgangast eða styðjum neinar ólöglegar, óleyfilegar, glæpsamlegar eða sviksamlegar aðgerðir sem eru framdar með notkun á VPN-þjónustunni. NortonLifeLock ber alls enga ábyrgð á aðgerðum notenda sinna. Við kunnum að loka reikningi þínum vegna útskýringa, könnunar eða beiðni um að þú útskýrir aðgerðir þínar og til að veita viðbótarupplýsingar, með tilkynningu eins og krafist er. Ef reikningnum þínum hefur verið lokað verðurðu að hafa samband við okkur til að fá nánari upplýsingar. Við kunnum að loka notandareikningi þínum í sanngjarnan tíma áður en við riftum notandareikningi endanlega. - Netbankavörn. Netbankavörn veitir viðbótarlag af öryggi þegar þú gerir færslur á fjármálavefsíðum. Til að nota hana verður þú að skrá þig inn á reikninginn með Norton Safe Web Extension og í studdum vafra. Vafranafnaukinn Norton Safe Web mun nema þegar þú ferð á fjármálasíðu og bjóða einangrunarstillingar. Með einangrunarstillingum er þér beint til að tengja við fjármálasíðuna í gegnum skýjaþjóninn okkar, sem gerir ferlið enn öruggara og hjálpar við að verjast óprúttnum árásum. Netbankavörn er ekki tiltæk fyrir allar fjármálavefsíður.
- Tækniaðstoð. Tiltekin þjónusta fyrir tækniaðstoð kann að vera í boði með hugbúnaðinum, sem kann að innihalda spjall í rauntíma við tækniráðgjafa og/eða aðstoð frá tækniráðgjafa í gegnum fjartölvubúnað (öll slík tækniaðstoð sem boðið er upp á innan hugbúnaðarins skal í þessum þjónustusamningi nefnast „tækniaðstoð“). Það er alfarið á þína ábyrgð að ljúka því að taka öryggisafrit af öllum þínum gögnum, hugbúnaði og forritum áður en þú færð tækniaðstoð. Á meðan tækniaðstoð er veitt getum við ákveðið að tæknivandamálið falli ekki undir tækniaðstoðina. Við áskiljum okkur rétt til að neita, fresta eða binda enda á alla tækniaðstoð að eigin ákvörðun.
(i) Norton Virus Protection Promise. Norton Virus Protection Promise inniheldur veiruhreinsunarþjónustu sem sérfræðingar Norton veita. Sjá fulla skilmála og skilyrði á norton.com/virus-protection-promise.
ÁKVÆÐI 5 – LAGALEGIR SKILMÁLAR
- Ábyrgð okkar.
- Eignarréttur.
- Takmarkanir á útflutningi.
- Persónuvernd.
- Uppsögn.
- Lokun.
- Gildandi lög.
- Ágreiningur.
- Tilkynningar um breytingar.
- Skilið á milli gildra og ógildra greina.
- Almennt.
- Tengiliður.
- Ábyrgð okkar. Ef okkur tekst ekki að veita þjónustuna (eða framfylgja einhverri annarri skyldu) eins og sett er fram í þessum leyfissamningi eða eins og lög gera ráð fyrir, berum við ábyrgð á tapi eða tjóni sem þú verður fyrir sem er fyrirsjáanleg afleiðing af misbresti eða vanrækslu okkar. Tjón er fyrirsjáanlegt ef bæði þú og við værum meðvituð um það á þeim tíma sem við gerðum þennan leyfissamning að tapið eða tjónið væri líklega afleiðing þess að við gátum ekki staðið við skuldbindingar okkar.
Við berum ekki ábyrgð á:- tapi eða tjóni sem ekki er fyrirsjáanlegt, utan valdsviðs okkar og sem við getum ekki forðast með viðeigandi aðgerðum,
- tapi eða tjóni sem ekki er af völdum brots á skyldum okkar sem settar eru fram í þessum leyfissamningi eða samkvæmt lögum,
- tapi eða tjóni sem stafar af broti þínu á þessum leyfissamningi, eða
- efnahagslegu eða óefnislegu tapi sem stafar af framkvæmd þessa leyfissamnings.
Ekkert í þessum leyfissamningi takmarkar eða útilokar ábyrgð okkar á: (a) dauða eða líkamstjóni af völdum vanrækslu okkar, (b) svikum eða sviksamlegum rangfærslum, (c) vísvitandi misferli eða vítaverðri vanrækslu, eða (d) neinu því máli þar sem það væri ólöglegt fyrir okkur að takmarka eða útiloka ábyrgð okkar.
- Eignarréttur. Eins og samningur á milli NortonLifeLock og þín segir til um á NortonLifeLock og heldur öllum réttindum, titli og hagsmunum í og til þjónustunnar (þar með talið hugbúnaðinum), þar með talið öllum hugverkaréttindum.
- Takmarkanir á útflutningi. Þú viðurkennir að þjónustan og tengd tæknigögn (sameiginlega kallað „tækni undir eftirliti“) kunni að falla undir innflutnings- og útflutningslög Bandaríkjanna, sérstaklega bandarísku útflutningsstjórnunarreglugerðina (EAR) og landsbundin lög þar sem tækni undir eftirliti er flutt inn eða flutt aftur út. Þú samþykkir að hlíta öllum viðkomandi lögum um útflutningseftirlit, þar með talið bandarísku viðskiptabanni og viðurlögum og öryggiskröfum, og gildandi lands- eða staðbundnum lögum að því marki sem samræmist bandarískum lögum og munt ekki flytja út, endurflytja út, flytja inn eða bjóða á annan hátt upp á neina tækni undir eftirliti í bága við bandarísk lög eða til nokkurs lands, aðila eða einstaklings á bannlista þar sem útflutningsleyfis eða annars samþykkis yfirvalda er krafist, beint eða óbeint. Notkun á eða aðgerðir sem greiða fyrir notkun á vöru frá NortonLifeLock í tengslum við aðgerðir sem fela meðal annars í sér hönnun, þróun, smíði, þjálfun eða prófun á efnafræðilegum, líffræðilegum eða kjarnakleyfum efnum eða flugskeytum, flygildum eða geimskotbúnaði sem hægt er að flytja gjöreyðingarvopn með er bönnuð samkvæmt bandarískum lögum.
- Persónuvernd. Persónvernd þín er okkur mikilvæg. Altæk Yfirlýsing NortonLifeLock um Persónuvernd lýsir hvernig við söfnum, notum og vinnum úr gögnum frá þér og tækjum þínum þegar þú notar og ferð í þjónustu okkar.
- Uppsögn. Við kunnum að loka fyrir aðgang þinn að og notkun á þjónustunni ef þú brýtur einhverja efnislega skilmála þessa leyfissamnings. Við uppsögn verður þú að hætta að nota þjónustuna og eyða öllum afritum af hugbúnaðinum og fylgiskjölum. Lögbundinn réttur þinn og okkar til uppsagnar af einhverjum ástæðum helst óbreyttur.
- Lokun. Án þess að takmarka ofangreint, getum við lokað reikningi þínum eða aðgangi að og notkun á þjónustunni ef við höfum rökstuddan grun um að þú hafir ekki fylgt einhverju af ákvæðum þessa leyfissamnings, með fyrirvara eins og ástæða er til.
- Gildandi lög. Gild lögsaga. Leyfissamningurinn stjórnast af lögum landsins þar sem þú býrð og þú getur höfðað ágreiningsmál fyrir dómstólum í því landi.
- Ágreiningur. Flestan ágreining er hægt að leysa á óformlegan og skilvirkan hátt með því að hafa samband við þjónustuver NortonLifeLock. Ef þú býrð í Evrópusambandinu (sem tekur ekki til Bretlands), Íslandi, Liechtenstein eða Noregi, og vilt fá sjálfstæðan aðila til að leysa ágreining okkar án þess að þú þurfir að fara fyrir rétt eða gerðardóm neytenda, getur þú lagt deiluna fyrir á vefsvæði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir lausn deilumála á netinu á http://ec.europa.eu/consumers/odr/. Vinsamlegast athugaðu að ef þú leggur deilumál fyrir á vefsvæði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir lausn deilumála á netinu (eða nokkra aðra gerðardómsþjónustu neytenda), kunnum við að neita að taka þátt í gerðardómnum þar sem þess er ekki krafist í lögum, reglum neinna verslunarsamtaka eða af þessum skilmálum að við tökum þátt í gerðardómi neytenda.
- Tilkynning um breytingar. Við kunnum að uppfæra eða breyta leyfissamningnum af og til, þar með töldum öllum stefnum og öðrum fylgiskjölum sem vísað er til, þar með talið en aðeins til dæmis, vegna breytinga á gildandi lögum eða til að tryggja betri virkni þjónustunnar, að því tilskildu að heildarskipulagi þjónustunnar verði ekki breytt til óhagræðis. Við munum tilkynna þér um breytingar á leyfissamningnum með tilkynningu í tölvupósti á nýjasta netfangið sem við höfum fyrir þig. Þú munt teljast hafa samþykkt breyttan leyfissamning, nema þú mótmælir breytingunum innan fjórtán (14) daga frá þeirri tilkynningu, að því tilskildu að við munum gera þér grein fyrir þessari afleiðingu af skorti á andmælum í tilkynningunni. Við áskiljum okkur rétt til að segja leyfissamningnum upp með fjórtán (14) daga uppsagnarfresti (eða skemur) ef þú hefur mótmælt breytingu á þjónustunni og að því tilskildu að við getum ekki veitt þér þjónustu samkvæmt óbreyttum leyfissamningi.
- Skilið á milli gildra og ógildra greina. Ef dómstóll gildandi lögsögu ákveður að einhver hluti þessa leyfissamnings sé ógildur eða óframfylgjanlegur, skal afgangur leyfissamningsins samt sem áður eiga við og vera að fullu framfylgjanlegur.
- Almennt. Misbrestur á því að við framfylgjum einhverjum skilmálum leyfissamningsins er ekki afsal á slíkum skilmála eða rétti. Allt afsal á réttindum okkar verður að vera skriflegt, undirritað af NortonLifeLock, og ekkert slík afsal skal virka sem afsal á framtíðarbroti. Nema það sé sérstaklega tilgreint í þessum leyfissamningi, skal beiting hvors aðila á einhverju úrræði þessa leyfissamnings ekki hafa áhrif á önnur úrræði hans samkvæmt þessum leyfissamningi eða á annan hátt. Allar tilkynningar eða önnur samskipti sem NortonLifeLock veitir samkvæmt þessum leyfissamningi verða gefnar: (i) með tölvupósti, eða (ii) með birtingu á netinu, eða (iii) með birtingu í þjónustunni. Þessi leyfissamningur er aðeins og eingöngu á milli þín og NortonLifeLock og þú viðurkennir og samþykkir að (i) enginn þriðji aðili, þar með talinn þriðji rásasamstarfsaðili NortonLifeLock eða eitthvert hlutdeildarfélaga þess, er aðili að þessum leyfissamningi, og (ii) enginn þriðji aðili, þar með talið þriðja rásasamstarfsaðili NortonLifeLock eða einhvers hlutdeildarfélaga þess, hefur neinar skuldbindingar eða skyldur gagnvart þér samkvæmt þessum leyfissamningi. Ekkert í þessum leyfissamningi skerðir nokkur þau réttindi sem þú kannt að hafa samkvæmt fyrirliggjandi löggjöf um neytendavernd eða öðrum gildandi lögum í þínu lögsagnarumdæmi sem ekki er hægt að afsala sér með samningi.
- Tengiliður. Ef þú ert með spurningar varðandi þennan leyfissamning eða þjónustu skaltu fara á support.norton.com.
Ef þú ert ítalskur neytandi, samkvæmt greinum 1341 og 1342 í ítölskum lögum um einkarétt, samþykkir þú eftirfarandi ákvæði sérstaklega: Ákvæði 2, grein 2 lyfirlýsing b (Tímalengd), yfirlýsing c (Sjálfvirk endurnýjun), ákvæði 5, grein 1 (Ábyrgð okkar), grein 6 (Lokun), grein 7 (Gildandi lög. Gild lögsaga) og grein 9 (Tilkynningar um breytingar).
NLOK_LSA_Oct_2020_EMEA_IS